Persónuverndarstefna Myllunnar-Ora ehf

Myllan-Ora ehf. kt. 660169-1729, Blikastaðavegi 2, Reykjavík (einnig vísað til sem „félagsins“ og „okkar“) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins. Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða einstaklinga sem eru í viðskiptum við félagið, verktaka, tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, neytendur sem hafa samband við félagið, tengiliði birgja félagsins sem og aðra tengiliði (hér eftir sameiginlega vísað til „þín“). Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa þig um hvaða persónuupplýsingum félagið safnar, með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.

Ef þú ert í vafa um það hvernig stefna þessi varðar þig, vinsamlega hafðu samband við á personuvernd@myllan-ora.is fyrir frekari upplýsingar. Nánari samskiptaupplýsingar koma fram í lok stefnunnar.

Tilgangur og lagaskylda.

Myllan-Ora ehf leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

Persónuupplýsingar sem Myllan-Ora vinnur um hagsmunaaðila.

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Ólíkum persónuupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú sért sjálf/ur í viðskiptum við félagið eða hvort þú komir fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið. Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem Myllan-Ora vinnur um einstaklinga í viðskiptum við félagið:

Auk framangreindra upplýsinga kann Myllan-Ora einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem viðskiptavinir eða forsvarsmenn/tengiliðir viðskiptavinar láta félaginu sjálfir í té sem og upplýsingar sem eru félaginu nauðsynlegar vegna starfsemi þess. Upplýsingarnar eru unnar fyrst og fremst til að geta efnt samninga við viðskiptavini félagsins, en einnig á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái góða þjónustu, s.s. með rannsókn á kvörtunum og framkvæmd þjónustukannanna.

Að meginstefnu til aflar Myllan-Ora persónuupplýsinga beint frá viðskiptavini eða tengilið hans. Upplýsingar kunna þó jafnframt að koma frá þriðju aðilum, s.s. Creditinfo í þeim tilfellum þar sem einstaklingur óskar eftir að vera í reikningsviðskiptum við félagið. Sé persónuupplýsinga aflað frá þriðja aðila í öðrum tilvikum mun félagið leitast við að upplýsa viðskiptavini sína um slíkt.

Upplýsingar um viðskiptavini og forsvarsmenn/tengiliði viðskiptavina eru varðveittar í 4 ár frá lokum viðskipta. Sé um að ræða upplýsingar sem falla undir bókhaldslög eru þær varðveittar í 7 ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Upplýsingar úr kvörtunum viðskiptavina kann að vera nauðsynlegt að varðveita lengur, t.d. ef kvörtunin gefur til kynna að heilsutjón hafi orðið.

Persónuupplýsingar sem Myllan-Ora vinnur um tengiliði birgja.

Vinnsla persónuupplýsinga um tengiliði birgja kann að vera nauðsynleg til að efna samning félagsins við viðkomandi birgja, en félagið hefur einnig lögmæta hagsmuni af slíkri vinnslu í þeim tilgangi að einfalda samskipti og bæta samstarf við birgja. Upplýsingarnar sem um ræðir eru eftirfarandi: samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, símanúmer og netfang

Auk framangreindra upplýsinga kann Myllan-Ora einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem tengiliðir láta félaginu sjálfir í té. Upplýsingarnar koma að meginstefnu til beint frá tengiliði, en þær kunna jafnframt að koma frá birgjanum sjálfum. Upplýsingum um tengiliði er eytt eða þeim breytt þegar félagið fær vitneskju um að breytingar hafa orðið á tengiliðaupplýsingum. Framangreindar upplýsingar eru ekki varðveittar lengur en í 4 ár frá lokum samnings milli félagsins og birgja, nema um sé að ræða upplýsingar sem falla undir gildissvið bókhalds- og tollalaga.